Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:33 Þórólfur Guðnason á leið af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira