Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 09:37 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, er sagður hafa lagt fyrir heilbrigðisstarfsfólk ríkisins að veita ættingjum hans og vinum forgang í skimun. AP/Brendan McDermid Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26