Kærur hafa verið sendar út vegna náttúruspjalla við gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:47 Miklir slóðar hafa myndast á svæðinu í kring um Geldingadal. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur sent út kærur vegna umhverfisspjalla í kring um gosstöðvarnar í Geldingadal. Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Tvær kærur hafa þegar verið sendar til lögreglu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að mest virðist hafa verið ekið í gegn um Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem nái langt út frá þeim vegum sem skráðir séu á svæðinu. Þá hefur verið ítrekað ekið út af slóðunum og nýjar leiðir farnar – upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Segir að dæmi séu um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli um fjögurra kílómetra leið yfir ósnortið hraun. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða vegsummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umferðin getur hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna málanna. Tvö þeirra hafi þegar endað með kæru til lögreglu og muni stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag. „Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf Almannavarna og Björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.“ „Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Lögreglumál Tengdar fréttir Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50 Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31 Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. 24. mars 2021 11:50
Eldur og ís mættust á gosstöðvunum Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum. 24. mars 2021 11:31
Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23. mars 2021 22:02