Bjartsýni sem ríkti hjá ferðaþjónustunni er á bak og burt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Björn Rangarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Stöð 2 Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Það ríkti bjartsýni í geiranum í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58