Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 15:16 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar miðvikudaginn 24. mars 2021. Vísir/RAX Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira