Valdníðsla, þöggun og mismunun Sara Pálsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:31 Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sara Pálsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar