„Við verðum bara að bregðast við“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 13:22 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna sem upp sé komin vera vonbrigði. Bregðast þurfi við. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira