„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:02 Sveinn kviknakinn með eldgosið í baksýn á sunnudag. Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08