Zaragoza hefur eins og áður sagði spilað vel í Meistaradeildinni á meðan gengið heima fyrir hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Í kvöld fékk liðið hins vegar stóran skell. Eftir að hafa verið fimmtán stigum undir í hálfleik, 55-40, þá endaði liðið á því að tapa með 41 stigs mun.
Lokatölur í Þýskalandi 117-76 heimamönnum í Bamberg í vil. Þrátt fyrir tap kvöldsins er Zaragoza á toppi L-riðils með fimm stig að loknum þremur leikjum.
Tryggvi Snær skoraði fjögur stig ásamt því að taka sjö fráköst á þeim tuttugu mínútum sem hann lék í kvöld.