Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:55 Sérsveitarmenn rýma svæðið við gosstöðvarnar nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10