Innlent

Sex piltar hand­teknir vegna al­var­legrar á­rásar á 16 ára dreng

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað á bílastæðinu við Glerártorg á Akureyri.
Árásin átti sér stað á bílastæðinu við Glerártorg á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Sex piltar sem fæddir eru á árunum 2003 til 2005 voru handteknir á sunnudagskvöld vegna gruns um aðild að meiriháttar líkamsárás, ráni og eignaspjöllum á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri.

Í færslu á Facebook-lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að lögreglan rannsaki nú málið. Það sem hafi gerst er að veist var að „16 ára pilti með hamri og hann sleginn í höfuðið auk þess að bifreið, sem hann var farþegi í, var skemmd.

Sex piltar fæddir frá 2003 til 2005 voru handteknir vegna málsins og voru þeir vistaðir í fangahúsi vegna gruns um aðild að málinu.“

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sl. sólarhring haft til rannsóknar meiriháttar líkamsárás, rán og eignaspjöll sem...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Tuesday, March 23, 2021

Fjöldi yfirheyrslna hafa farið fram vegna málsins og lauk þeim að mestu í gærkvöldi með aðstoð barnaverndarfulltrúa að því er segir í færslu lögreglunnar.

„Þá var einnig rætt við vitnin í gær og leitir framkvæmdar í bifreið og húsnæði. Við leit fannst hamar sem talinn er tengist málinu.

Rannsókninni miðar vel og er hún langt á veg komin. Málsatvik eru nokkuð ljós og voru hinir handteknu látnir lausir að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×