Telja AstraZeneca hafa notað úrelt gögn við rannsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 08:41 Athugasemdir bandarískra yfirvalda við rannsókn AstraZeneca á virkni bóluefnisins eru líklegar til að tefja það að efnið fái markaðsleyfi vestanhafs. AP/Matthias Schrader Bandarísk yfirvöld telja að niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn á kórónuveirubóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum hafi stuðst við „úrelt gögn“. Því hafi fyrirtækið mögulega gefið ófullkomna mynd af virkni bóluefnisins. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13