Telja AstraZeneca hafa notað úrelt gögn við rannsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 08:41 Athugasemdir bandarískra yfirvalda við rannsókn AstraZeneca á virkni bóluefnisins eru líklegar til að tefja það að efnið fái markaðsleyfi vestanhafs. AP/Matthias Schrader Bandarísk yfirvöld telja að niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn á kórónuveirubóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum hafi stuðst við „úrelt gögn“. Því hafi fyrirtækið mögulega gefið ófullkomna mynd af virkni bóluefnisins. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13