Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:56 Almennt er litið á kosningarnar í dag sem þjóðaratkvæðagreiðslu um ísraelska forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. AP Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna. Ísrael Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna.
Ísrael Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira