Fótbolti

Pickford gæti verið frá í sex vikur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pickford þarf að koma sér í stand fyrir sumarið.
Pickford þarf að koma sér í stand fyrir sumarið. vísir/getty

Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, gæti verið frá í sex vikur eftir að hafa meist í leik gegn Burnley á dögunum. Meiðslin þýða að hann er nú í kapphlaupi við tímann um að koma sér í stand og sýna að hann eigi að vera í enska landsliðshópnum á EM í sumar.

Enski landsliðsmarkvörðurinn hefur fengið þau fyrirmæli að hvíla sig vel núna, eftir að hafa komið of snemma til baka eftir högg sem hann fékk á rifbeinin fyrr á tímabilinu. Meiðslin hafa nú tekið sig upp aftur.

Pickford gæti verið frá fram í maí, og myndi því aðeins spila örfáa leik í viðbót í lok tímabilsins. Mikið hefur verið rætt um hver ætti að vera aðal markmaður enska liðsins. Gareth Southgate, þjálfai Englands hefur þó verið harður á því að Pickford sé númer eitt.

Þessar fréttir gætu þó sett strik í reikninginn og nú hafa menn eins og Dean Henderson og Nick Pope tækifæri til að sanna sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×