„Ég trúi á mátt hinna mörgu“ Jón Björn Hákonarson skrifar 20. mars 2021 13:00 Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jón Björn Hákonarson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun