Hneig tvisvar niður í vigtun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 13:01 Julia Stoliarenko stendur á vigtinni áður en það leið yfir hana. Hún átti að berjast við Juliu Avila Chris Unger/Getty Images UFC bardagakonan Julija Stoliarenko hneig niður á vigtinni fyrir bardaga hennar gegn Juliu Avila. Bardaganum hefur verið aflýst og forsvarsmenn segja það vera vegna vandræða í niðurskurði. Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021 MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira