Hættum útvistun þegar í stað Drífa Snædal skrifar 19. mars 2021 15:01 Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun