Hið meinta þunglyndi Finna stórlega orðum aukið Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 13:30 Eldhressir eldriborgarar á Hrafnistu. Íslendingar eru með hamingjusömustu þjóðum í heimi. vísir/vilhelm Finnar mælast þeir hamingjusömustu í heimi samkvæmt árlegri árlegri hamingjuskýrslu. Íslendingar eru í öðru sæti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report
Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira