Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:08 Zip-line verður sett upp sem liggur frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu. Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“ Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“
Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08