Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 11:32 Samkvæmt áætlun munu þessar fyrstu aðgerðir minnka olíunotkun í eynni um 20 þúsund lítra á ári. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði.
Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent