Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 22:55 John Magufuli var tók við sem forseti Tansaníu árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra. Epa/DANIEL IRUNGU John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum. Tansanía Andlát Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum.
Tansanía Andlát Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira