Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 16:30 Friðrik birti þessa mynd af sér í sólinni á Hallormsstað í september. Hann nefndi í færslu þennan dag að hann hefði þurft að skafa bílinn um morguninn og svo verið kominn í sólbað eftir hádegið. Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. „Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður. Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður.
Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22