Leggja allt sitt traust á gamla gengið gegn óttalausu Atalanta-liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 14:11 Toni Kroos á ferðinni í fyrri leik Real Madrid og Atalanta sem spænska liðið vann, 0-1. getty/Antonio Villalba Sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madrid, er með eins marks forskot fyrir seinni leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum keppninnar og treystir á reynsluna til að komast yfir þann hjalla. Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn