Milljóna sekt á leiðinni fyrir að mæta í röngum bíl á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:01 Kingsley Coman tryggði Bayern München sigur í Meistaradeildinni síðasta haust. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Hjá þýska félaginu Bayern München er það bara ein bílategund sem skiptir máli og það er eins gott fyrir leikmenn liðsins að hlýða því. Því fær veski Kingsley Coman líklega að kynnast á næstunni. Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira