Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarfjörð.
Í dag hafa alls 1800 skjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af voru sjö þeirra yfir þremur að stærð. Virknin í dag hefur að mestu verið bundin við Fagradalsfjall og í kvöld hafa flestir skjálftar verið staðsettir við norðaustanvert fjallið.