Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2021 21:43 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum. Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum