Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:38 Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT
Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41