Benzema steig upp á ögurstundu og hélt titilvonum Real á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 17:15 Benzema fagnar fyrra marki sínu í dag. Var þetta fjórði deildarleikurinn í röð sem Frakkinn skorar í fyrir Real Madrid. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Enn og aftur var það Karim Benzema sem kom heimamönnum í Real til bjargar. Segja má að hann sé að halda titilvonum liðsins á lífi. Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira