Leon Goretzka kom Bayern yfir á 22. mínútu og þrettán mínútum síðar tvöfaldaði Serge Gnabry forystuna en Thomas Muller lagði upp tvö fyrstu mörk leiksins.
Robert Lewandowski skoraði þriðja markið á 67. mínútu en með markinu varð hann jafn Klaus Fischer í flest mörk í þýsku úrvalsdeildinni, eða 268 talsins.
⚽️Gerd Muller - 365 goals.
— SPORF (@Sporf) March 13, 2021
⚽️@Lewy_Official - 268 goals.
⚽️Klaus Fischer - 268 goals.
🔥Only Gerd Muller has scored more goals than @Lewy_Official in the @Bundesliga_EN!
👀Is he the best striker on the planet right now? pic.twitter.com/kgLdqtC0EM
Niclas Fuellkrug minnkaði muninn á 86. mínútu og lokatölur 3-1 þrátt fyrir að gestirnir frá Bæjarlandi hafi fengið ansi mörg góð færi.
Leipzig spilar á morgun gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli og getur minnkað forystu Bayern í tvö stig.
Wolfsburg rúllaði yfir Schalke 5-0. Schalke er á botninum með tíu stig en þeir eru ellefu stigum frá öruggu sæti. Wolfsburg er í þriðja sætinu, tíu stigum frá toppliði Bayern.
FINAL
— VfL Wolfsburg EN/US 🇬🇧 🇺🇸 (@VfLWolfsburg_EN) March 13, 2021
Wolves run rampant today winning by five goals! #WOBS04 | #VfLWolfsburg | 5⃣-0⃣ pic.twitter.com/OoyjXxkmHM
Union Berlin vann svo 2-1 sigur á Köln og Mainz vann 1-0 sigur á Freiburg. Dortmund mætir svo Hertha Berlín klukkan 18.30 í síðasta leik dagsins.