Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 12:26 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússland, gæti hér allt eins verið að skrifa texta að nýju Júróvisjónlagi. Í raun er hann þó að skrifa punkta á fundi með góðvini sínum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í febrúar. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31
Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12