Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2021 15:39 Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca berast til Evrópuþjóða en áætlað var næstu mánuði. Vísir/Vilhelm Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að áætlað hafi verið að afhenda Evrópuþjóðunum 150 milljónir skammta á öðrum ársfjórðungi en nú sé ljóst að aðeins 70 milljónir skammta munu berast á því tímabili. „Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins tekur nú mið af þessum breytingum.“ Hér fyrir neðan má sjá uppfært bólusetningardagatal frá heilbrigðisráðuneytinu. Nú hafa 33.255 einstaklingar verið bólusettir hér á landi. Áætlanir gerðu ráð fyrir um því að um 45.000 einstaklingar yrðu bólusettir hér á landi fyrir lok marsmánaðar. Í dag er gert ráð fyrir að 43.000 einstaklingar muni hafa þegið bólusetningu þá. Ráðuneytið segir að áætlanir um bólusetningar á fyrsta ársfjórðungi muni því standast. Nýjustu afhendingaráætlanir geri ráð fyrir um 60.000 skömmtum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í aprílmánuði sem munu nýtast um 30.000 manns. Ákveðið var í gær að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu í Evrópu. Ekkert bendir þó til þess að tengsl séu á milli bóluefnisins og veikindanna. Lyfjastofnun Evrópu sagði í tilkynningu í gær að hún mælti áfram með bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að áætlað hafi verið að afhenda Evrópuþjóðunum 150 milljónir skammta á öðrum ársfjórðungi en nú sé ljóst að aðeins 70 milljónir skammta munu berast á því tímabili. „Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins tekur nú mið af þessum breytingum.“ Hér fyrir neðan má sjá uppfært bólusetningardagatal frá heilbrigðisráðuneytinu. Nú hafa 33.255 einstaklingar verið bólusettir hér á landi. Áætlanir gerðu ráð fyrir um því að um 45.000 einstaklingar yrðu bólusettir hér á landi fyrir lok marsmánaðar. Í dag er gert ráð fyrir að 43.000 einstaklingar muni hafa þegið bólusetningu þá. Ráðuneytið segir að áætlanir um bólusetningar á fyrsta ársfjórðungi muni því standast. Nýjustu afhendingaráætlanir geri ráð fyrir um 60.000 skömmtum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í aprílmánuði sem munu nýtast um 30.000 manns. Ákveðið var í gær að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu í Evrópu. Ekkert bendir þó til þess að tengsl séu á milli bóluefnisins og veikindanna. Lyfjastofnun Evrópu sagði í tilkynningu í gær að hún mælti áfram með bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. 12. mars 2021 11:04
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. 11. mars 2021 17:39
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55