Færri sögðust hafa eða ætla að afþakka bóluefni frá Moderna (þrjú prósent), Janssen (þrjú prósent) og Pfizer (tvö prósent)
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var í mars 2021.
Stuðningsfólk Miðflokksins ólíklegast
„Lítill munur reyndist á afstöðu svarenda eftir kyni eða búsetu. Svarendur 68 ára og eldri reyndust líklegastir til að segjast munu þiggja eða hafa þegið bóluefni (97%) en svarendur á aldrinum 18-29 ára ólíklegastir (93%). Lítill munur var þó á milli aldurshópa á hlutföllum þeirra sem kváðust ætla að afþakka einstök bóluefni.
Öllu meiri mun var þó að finna á svörun eftir stjórnmálaafstöðu svarenda. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar (99%), Vinstri-grænna (98%) og Sjálfstæðisflokksins (95%) reyndist líklegast allra til að þiggja bóluefni en stuðningsfólk Miðflokksins (77%) ólíklegast.
Nokkurn breytileika var að sjá á hlutfalli þeirra sem kváðust hafa eða ætla að afþakka bóluefni frá einsökum framleiðendum. Alls kváðust 17% stuðningsfólks Miðflokksins, 8% stuðningsfólks Pírata, 7% stuðningsfólks Framsóknar og 6% stuðningsfólks Viðreisnar hafa eða ætla að afþakka bóluefni AstraZeneca en stuðningsfólk Miðflokksins (10%) og Pírata (7%) reyndist einnig líklegra en aðrir til að hafa eða ætla að afþakka bóluefni Janssen. Þá kváðust 5% stuðningsfólks Pírata og Framsóknar og 7% stuðningsfólks Miðflokksins hafa eða ætla að afþakka bóluefni Moderna og 5% stuðningsfólks Pírata og Miðflokksins og 4% stuðningsfólks Framsóknar kváðust ætla að afþakka bóluefni Pfizer,“ segir í tilkynningu á vef MMR.
Könnunin var framkvæmd dagana 5. til 10. mars 2021 og var heildarfjöldi svarenda 951 einstaklingur, 18 ára og eldri.