Klopp: Hann er einn af þeim bestu í heimi í sinni bestu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:30 Fabinho var valinn maður leiksins í 2-0 sigri Liverpool á RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. AP/Laszlo Balogh Þetta hefur verið sérstakt tímabil fyrir leikmenn Liverpool og ekki síst fyrir leikmann eins og Brasilíumanninn Fabinho. Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Fabinho hefur eins og fleiri lykilmenn Liverpool þurft að glíma við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann oftast þurft að spila út úr stöðu. Á þessu var breyting í Meistaradeildinni í vikunni. Jürgen Klopp hefur þurft að spila Fabinho í stöðu miðvarðar og eins og flestir miðverðir liðsins á þessari leiktíð þá meiddist Brassinn þegar hann spilaði þá stöðu. Í 2-0 sigrinum á RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þá var Fabinho hins vegar kominn í sína bestu stöðu sem er á miðjunni. Hann var þar með Thiago Alcantara og náðu þeir mjög vel saman í sannfærandi og langþráðum sigri Liverpool liðsins. Flestir sérfræðingar eru samála um það að endurkoma Fabinho inn á miðjuna hafi verið mikið gæfuspor fyrir Liverpool liðið í þessum leik. Fabinho restored to his rightful place and he has to stay there now. The balance of the midfield looked so much better as Thiago flourished. No more chopping and changing at the back. The Phillips/Kabak combo has to be retained. #LFC https://t.co/aHPh3hs8OV— James Pearce (@JamesPearceLFC) March 11, 2021 Klopp var líka ánægður með hinn 27 ára gamla Fabinho eftir leikinn. Hann var spurður út leikstöðu Fabinho og þá sérstaklega í framhaldinu eftir þessa frammistöðu. „Við verðum að sjá til hvaða lausnir við getum fundið en sexan er hann staða. Það var okkar von um að nota hann þar á þessu tímabili,“ sagði Jürgen Klopp og hann hefur trú á Brassanum. „Hann er einn af þeim bestu í heimi í þessari stöðu, það er á hreinu. Ekki bara varnarlega heldur einnig að búa til. Hann er svo mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool stat leaders vs RB Leipzig in the #UCL Most tackles made: Thiago Most duels won: Thiago Most recoveries: Fabinho Most interceptions: FabinhoJürgen Klopp's dream midfield combo. (@Footstock) pic.twitter.com/nLWKTrND8P— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Það er flestum ljóst að meiðslavandræðin í vörninni hafa haft mikil áhrif á miðjuna þar sem bæði Fabinho og fyrirliðinn Jordan Henderson hafa spilað lítið í sínum bestu stöðu þar sem þeir hafa mikið þurft að vera í vörninni. Næti leikur Liverpoool liðsins er á móti Wolves á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp on Fabinho: "Best in the world at number 6 position, it is clear."#UCL pic.twitter.com/pK5zofd8AA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 10, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira