Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði í kringum frostmark en allt að sex stigum við suðausturströndina.
Síðan hægi á vindi á morgun en áfram él um norðanvert landið og kólni þar. Léttskýjað sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðan 8-15 m/s, dálítil él á N-verðu landinu og frost 0 til 7 stig, en léttskýjað sunnan heiða og hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum og þurrt að mestu. Kólnar dálítið fyrir norðan.
Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt, allhvasst eða hvasst og slydda eða rigning síðdegis, en hægara fyrir norðan og austan og dálítil snjókoma um kvöldið. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlægar áttir með vætu, en lengst af þurrt norðan og austan til. Áfram hlýtt í veðri.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og dálitla rigningu eða súld vestanlands en þurrt og bjart veður austantil. Hlýnar enn frekar.