Þrjú þyrluútköll á einum degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:06 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars kölluð út vegna veikinda á Blönduósi. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ. Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ.
Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira