Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 17:00 Diljá Ýr Zomers í leik gegn Glasgow City í haust í Meistaradeild Evrópu. vísir/vilhelm Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars. Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars.
Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03