Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 11:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira