Hverjum treystir þú? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar