„Læknisfræðin er á mjög rangri hillu, alvarlega rangri hillu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 11:31 Haraldur hefur starfað sem geðlæknir í áratugi. Haraldur Erlendsson geðlæknir segir læknisfræðina hafa verið á rangri braut undanfarna áratugi og segist sannfærður um að stærsta bylting geðlæknisfræðinnar sé í vændum á næstu árum í formi hugvíkkandi efna. Haraldur er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann Haraldur er þrautreyndur geðlæknir sem starfaði um árabil í Bretlandi og síðar sem forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Haraldur ræðir í þættinum um hugvíkkandi efni, sem hann segir að verði stærsta bylting í sögu geðlæknisfræðinnar. „Saga hugvíkkandi efna er mjög áhugaverð. War on Drugs sem varð til á Nixon tímanum stöðvaði alla framþróun í rannsóknum á þessum efnum. Nixon náði að koma þessu í gegn og það er fyrst núna sem þessi ólög eru að byrja að falla úr gildi víða um heim. Í eiturefnafræðum er talað um LD50, sem er skammtur sem þarf að gefa rottum til þess að 50% af hópnum deyr. Hugvíkkandi efni eru mjög neðarlega á listanum. Og þessi efni eru líka neðarlega yfir fíkn og ávandabindingu. Þau eiga ekki heima í sama flokki og fíkniefni. Ég vil segja að þetta sé stærsta skref geðlækninga frá upphafi. Það hefur ekkert komið fram í sögu geðlæknisfræðinnar sem hefur jafn mikil áhrif eins og psilociben og LSD virðast gera,“ segir Haraldur og heldur áfram. Algjör bylting framundan „En það þarf að sjálfsögðu að framkvæma þetta í réttum aðstæðum með handleiðslu. Við höfum dæmi um einstaklinga sem hafa glímt við alvarlegt þunglyndi í áraraðir sem fá skammt af þessu undir handleiðslu og sex klukkutíma meðferð og eru bara góðir um kvöldið og líður enn vel ári seinna. Það er ekkert í mínu fagi sem nálgast verkun af þessu tagi. Það hafa verið gerðar þúsundir rannsókna á psilociben, sem benda til þess að þetta virki vel á fíkn, áföll, kvíða og þunglyndi. En það er ekki búið að gera nógu mikið af stórum rannsóknum til að þetta sé orðið að löglegum lyfjum, en það á eftir að gerast innan fimm ára og valda algjörri byltingu. Það mun verða ummyndun á geðlæknisfræðinni sem fagi. Þetta á algjörlega eftir að granda flestum af þeim kvíða-og þunglyndislyfjum sem nú eru á markaðnum. Verkunin virðist vera það góð að lyfin sem eru nú í notkun komast ekki nálægt því.” Í þættinum talar Haraldur einnig um stöðu læknisfræðinnar á 21. öldinni. „Læknisfræðin er á mjög rangri hillu, alvarlega rangri hillu. Undanfarna öld hefur læknisfræðin þróast út í peningamódel og einu meðferðirnar sem eru löglegar eru meðferðir þar sem er búið að kasta milljörðum í að tryggja allt bak og fyrir og þeir einu sem hafa slíka peninga eru lyfjarisar, af því að þeir sjá að það er hægt að græða í 10 ár eða svo á meðan í gildi eru einkaleyfi á lyfi. Við vitum að það er fullt af öðrum hlutum sem geta hjálpað, en af því að er ekki hægt að græða peninga á því er þetta ekki lögleg læknismeðferð. Að mínu mati er læknisfræðin á rangri hillu af því að Mammon ræður för. Það sem er skemmtilegt við psilociben er að rannsóknirnar á því eru ekki allar fjármagnaðar af lyfjarisunum, af því að þetta er náttúrulegt og það hafa allir aðgang að þessu, sem þýðir að lyfjarisarnir geta ekki eignast þetta einir.“ Hann segir að þetta sé dæmi um þegar náttúruleg aðferð geti orðið menningarleg lausn og það séu margar aðrar slíkar lausnir í tilverunni sem þarf að rannsaka. „Mín skoðun er sú að til að laga læknisfræðina þarf að stofna alþjóðlega stofnun sem hefur aðgang að peningum frá þjóðfélögum til þess að rannsaka aðrar leiðir sem jafnvel er ekki hægt að græða á, en selja ef til vill fyrir kostnaði. Eins og staðan er núna er þetta í óefni af því að læknar eru undir settir peningavaldinu í vali sínu á meðferðum og það má enginn taka neina áhættu.” Haraldur hefur um árabil unnið mikið með fólki með alvarlegan athyglisbrest. Hann segir að breytingar í samfélagsgerðinni á síðustu öld hafi valdið auknum vanda fyrir einstaklinga sem þjást af þessum kvilla. Í tíu ár á lokuðum réttargeðdeildum í Bretlandi „Það fer eftir því hvar þú setur mörkin, en líklega er á bilinu 5-20% þjóðarinnar með vanda vegna athyglisbrests. Fimm prósent eru í það miklum vanda að það fólk endar á Litla Hrauni eða Vogi og er í raun fólk sem höndlar bara illa lífið. Erfiðasti hópurinn er oft með aðra undirliggjandi kvilla líka og þess vegna er það mjög vandasamur hópur. Það er svo margt sem fylgir, eins og miklar sveiflur í tilfinningalífinu og alvarlegar skapsveiflur, svefntruflanir og mikið af alls kyns vandræðum. Alvarlegur athyglisbrestur hefur á síðustu hundrað árum oft gengið undir öðrum nöfnum. Ég starfaði á réttargeðdeildum í Bretlandi með einstaklingum með persónuleikaraskanir. Þessum persónuleikaröskunum hefur verið lýst í geðlæknisfræðinni í síðustu hundrað ár, en oft á tíðum er um að ræða fólk með mjög mikinn undirliggjandi athyglisbrest og áfallasögu sem ekki hefur verið meðhöndlað. Birtingarmyndirnar eru oft reiði út á við, sem er algengara hjá körlum og svo reiði inn á við sem er algengara hjá konum. Það endar svo oft í því að einstaklingurinn er annað hvort að skaða aðra eða sjálfan sig.” Haraldur segir að við verðum að hafa í huga hve mikið samfélagsgerðin hafi breyst á undanfarinni öld og að þeir einstaklingar sem eiga í mestum vandræðum í dag hefðu jafnvel staðið sig frábærlega í fortíðinni. „Ég starfaði í 10 ár á lokuðum réttargeðdeildum í Bretlandi með erfiðustu skjólstæðinga landsins sem voru í lokuðum fangelsum. Þar áttaði ég mig á því að þegar það er kominn nægur mannafli, stuðningur, föst rútína og fleira, þá er ekkert erfitt að eiga við þessa einstaklinga. Þetta fólk endaði áður fyrr oft í hernum, þar sem var mikil hreyfing og algjör agi og þá voru ekki mikil vandamál. Það sem við köllum „venjulegar“ aðstæður í nútímanum eru ekki venjulegar fyrir mannskepnuna. Við erum búin að lifa við allt annars konar aðstæður í 5 milljónir ára, þar sem við höfum þrælað, unnið og lifað í náttúru. En í hundrað ár erum við búin að vera í stólum og sófum og margir funkera bara mjög illa í þessari nýju samfélagsgerð. Sennilega er staðan mun verri hjá karlmönnum varðandi þetta. Það virðist mjög margt benda til þess að öll þessi seta í menntakerfinu fari verr með drengi. Það hafa verið gerðar rannsóknir á mjög slæmum skólum í Bandaríkjunum með mjög erfiða nemendur, þar sem módelinu hefur verið gjörbreytt og hreyfing aukin til muna og það endar með því að námsárangur er á ákveðnum tíma orðinn sá sami og í bestu einkareknu skólunum í ríkinu. Við erum í raun að drepa okkar námsfólk með of miklu námi. Það þarf að auka hreyfingu, hugleiðslu, félagslega hlutann og fleiri hluti. Það má færa rök fyrir því að helsta heilsuógn mannkyns sé stólinn og sófinn.” Í þættinum ræða Sölvi og Haraldur um hugvíkkandi efni, fara yfir stöðu læknisfræðinnar, lífsstílssjúkdóma og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Hugvíkkandi efni Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Haraldur er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann Haraldur er þrautreyndur geðlæknir sem starfaði um árabil í Bretlandi og síðar sem forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Haraldur ræðir í þættinum um hugvíkkandi efni, sem hann segir að verði stærsta bylting í sögu geðlæknisfræðinnar. „Saga hugvíkkandi efna er mjög áhugaverð. War on Drugs sem varð til á Nixon tímanum stöðvaði alla framþróun í rannsóknum á þessum efnum. Nixon náði að koma þessu í gegn og það er fyrst núna sem þessi ólög eru að byrja að falla úr gildi víða um heim. Í eiturefnafræðum er talað um LD50, sem er skammtur sem þarf að gefa rottum til þess að 50% af hópnum deyr. Hugvíkkandi efni eru mjög neðarlega á listanum. Og þessi efni eru líka neðarlega yfir fíkn og ávandabindingu. Þau eiga ekki heima í sama flokki og fíkniefni. Ég vil segja að þetta sé stærsta skref geðlækninga frá upphafi. Það hefur ekkert komið fram í sögu geðlæknisfræðinnar sem hefur jafn mikil áhrif eins og psilociben og LSD virðast gera,“ segir Haraldur og heldur áfram. Algjör bylting framundan „En það þarf að sjálfsögðu að framkvæma þetta í réttum aðstæðum með handleiðslu. Við höfum dæmi um einstaklinga sem hafa glímt við alvarlegt þunglyndi í áraraðir sem fá skammt af þessu undir handleiðslu og sex klukkutíma meðferð og eru bara góðir um kvöldið og líður enn vel ári seinna. Það er ekkert í mínu fagi sem nálgast verkun af þessu tagi. Það hafa verið gerðar þúsundir rannsókna á psilociben, sem benda til þess að þetta virki vel á fíkn, áföll, kvíða og þunglyndi. En það er ekki búið að gera nógu mikið af stórum rannsóknum til að þetta sé orðið að löglegum lyfjum, en það á eftir að gerast innan fimm ára og valda algjörri byltingu. Það mun verða ummyndun á geðlæknisfræðinni sem fagi. Þetta á algjörlega eftir að granda flestum af þeim kvíða-og þunglyndislyfjum sem nú eru á markaðnum. Verkunin virðist vera það góð að lyfin sem eru nú í notkun komast ekki nálægt því.” Í þættinum talar Haraldur einnig um stöðu læknisfræðinnar á 21. öldinni. „Læknisfræðin er á mjög rangri hillu, alvarlega rangri hillu. Undanfarna öld hefur læknisfræðin þróast út í peningamódel og einu meðferðirnar sem eru löglegar eru meðferðir þar sem er búið að kasta milljörðum í að tryggja allt bak og fyrir og þeir einu sem hafa slíka peninga eru lyfjarisar, af því að þeir sjá að það er hægt að græða í 10 ár eða svo á meðan í gildi eru einkaleyfi á lyfi. Við vitum að það er fullt af öðrum hlutum sem geta hjálpað, en af því að er ekki hægt að græða peninga á því er þetta ekki lögleg læknismeðferð. Að mínu mati er læknisfræðin á rangri hillu af því að Mammon ræður för. Það sem er skemmtilegt við psilociben er að rannsóknirnar á því eru ekki allar fjármagnaðar af lyfjarisunum, af því að þetta er náttúrulegt og það hafa allir aðgang að þessu, sem þýðir að lyfjarisarnir geta ekki eignast þetta einir.“ Hann segir að þetta sé dæmi um þegar náttúruleg aðferð geti orðið menningarleg lausn og það séu margar aðrar slíkar lausnir í tilverunni sem þarf að rannsaka. „Mín skoðun er sú að til að laga læknisfræðina þarf að stofna alþjóðlega stofnun sem hefur aðgang að peningum frá þjóðfélögum til þess að rannsaka aðrar leiðir sem jafnvel er ekki hægt að græða á, en selja ef til vill fyrir kostnaði. Eins og staðan er núna er þetta í óefni af því að læknar eru undir settir peningavaldinu í vali sínu á meðferðum og það má enginn taka neina áhættu.” Haraldur hefur um árabil unnið mikið með fólki með alvarlegan athyglisbrest. Hann segir að breytingar í samfélagsgerðinni á síðustu öld hafi valdið auknum vanda fyrir einstaklinga sem þjást af þessum kvilla. Í tíu ár á lokuðum réttargeðdeildum í Bretlandi „Það fer eftir því hvar þú setur mörkin, en líklega er á bilinu 5-20% þjóðarinnar með vanda vegna athyglisbrests. Fimm prósent eru í það miklum vanda að það fólk endar á Litla Hrauni eða Vogi og er í raun fólk sem höndlar bara illa lífið. Erfiðasti hópurinn er oft með aðra undirliggjandi kvilla líka og þess vegna er það mjög vandasamur hópur. Það er svo margt sem fylgir, eins og miklar sveiflur í tilfinningalífinu og alvarlegar skapsveiflur, svefntruflanir og mikið af alls kyns vandræðum. Alvarlegur athyglisbrestur hefur á síðustu hundrað árum oft gengið undir öðrum nöfnum. Ég starfaði á réttargeðdeildum í Bretlandi með einstaklingum með persónuleikaraskanir. Þessum persónuleikaröskunum hefur verið lýst í geðlæknisfræðinni í síðustu hundrað ár, en oft á tíðum er um að ræða fólk með mjög mikinn undirliggjandi athyglisbrest og áfallasögu sem ekki hefur verið meðhöndlað. Birtingarmyndirnar eru oft reiði út á við, sem er algengara hjá körlum og svo reiði inn á við sem er algengara hjá konum. Það endar svo oft í því að einstaklingurinn er annað hvort að skaða aðra eða sjálfan sig.” Haraldur segir að við verðum að hafa í huga hve mikið samfélagsgerðin hafi breyst á undanfarinni öld og að þeir einstaklingar sem eiga í mestum vandræðum í dag hefðu jafnvel staðið sig frábærlega í fortíðinni. „Ég starfaði í 10 ár á lokuðum réttargeðdeildum í Bretlandi með erfiðustu skjólstæðinga landsins sem voru í lokuðum fangelsum. Þar áttaði ég mig á því að þegar það er kominn nægur mannafli, stuðningur, föst rútína og fleira, þá er ekkert erfitt að eiga við þessa einstaklinga. Þetta fólk endaði áður fyrr oft í hernum, þar sem var mikil hreyfing og algjör agi og þá voru ekki mikil vandamál. Það sem við köllum „venjulegar“ aðstæður í nútímanum eru ekki venjulegar fyrir mannskepnuna. Við erum búin að lifa við allt annars konar aðstæður í 5 milljónir ára, þar sem við höfum þrælað, unnið og lifað í náttúru. En í hundrað ár erum við búin að vera í stólum og sófum og margir funkera bara mjög illa í þessari nýju samfélagsgerð. Sennilega er staðan mun verri hjá karlmönnum varðandi þetta. Það virðist mjög margt benda til þess að öll þessi seta í menntakerfinu fari verr með drengi. Það hafa verið gerðar rannsóknir á mjög slæmum skólum í Bandaríkjunum með mjög erfiða nemendur, þar sem módelinu hefur verið gjörbreytt og hreyfing aukin til muna og það endar með því að námsárangur er á ákveðnum tíma orðinn sá sami og í bestu einkareknu skólunum í ríkinu. Við erum í raun að drepa okkar námsfólk með of miklu námi. Það þarf að auka hreyfingu, hugleiðslu, félagslega hlutann og fleiri hluti. Það má færa rök fyrir því að helsta heilsuógn mannkyns sé stólinn og sófinn.” Í þættinum ræða Sölvi og Haraldur um hugvíkkandi efni, fara yfir stöðu læknisfræðinnar, lífsstílssjúkdóma og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Hugvíkkandi efni Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira