Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 08:08 Rekstrarfélag Perlunni vill setja upp svokallað zip-line frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í umsögn skipulagsfulltrúans. Samkvæmt fréttinni segir í umsögninni að deiliskuplag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Um sé að ræða áhugaverða hugmynd um notkun á verðumætu útivistarsvæði í miðri borginni. Óskað sé eftir því að nýta borgarland til að setja upp gáma og tengda aðstöðu fyrir línuna. Í umsögninni segir að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé ekki gert ráð fyrir afþreyingu eða þjónustu á þessu svæði. Þá standi til að leggja svokallaða Perlufesti í nágrenni svæðisins en þann stíg eigi eftir að hanna í samræmi við vinningstillögu í samkeppni sem haldin var fyrir nokkrum árum. „Jafnframt má deila um hvort umrædd starfsemi sem sótt er um sé svæðinu almennt til hagsbóta eða auki á notkun þess til útivistar eða afþreyingar með tilliti til sérstöðu svæðisins er varðar náttúru og útivistarskóg í þéttbýli,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Að því er fram kemur í frétt blaðsins bendir skipulagsfulltrúinn jafnframt á að meginstefnan í skipulagi Öskjuhlíðar sé sú að svæðið þjóni áfram hlutverki sínu sem einn helsti útivistarskógurinn sem er innan þéttbýlissvæðis Reykjavíkur. Uppbyggingu innan og í jaðri hans skuli halda í lágmarki. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað eins og áður segir og er félaginu ráðlagt að leita annað með hugmyndina. Skipulag Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í umsögn skipulagsfulltrúans. Samkvæmt fréttinni segir í umsögninni að deiliskuplag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Um sé að ræða áhugaverða hugmynd um notkun á verðumætu útivistarsvæði í miðri borginni. Óskað sé eftir því að nýta borgarland til að setja upp gáma og tengda aðstöðu fyrir línuna. Í umsögninni segir að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé ekki gert ráð fyrir afþreyingu eða þjónustu á þessu svæði. Þá standi til að leggja svokallaða Perlufesti í nágrenni svæðisins en þann stíg eigi eftir að hanna í samræmi við vinningstillögu í samkeppni sem haldin var fyrir nokkrum árum. „Jafnframt má deila um hvort umrædd starfsemi sem sótt er um sé svæðinu almennt til hagsbóta eða auki á notkun þess til útivistar eða afþreyingar með tilliti til sérstöðu svæðisins er varðar náttúru og útivistarskóg í þéttbýli,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Að því er fram kemur í frétt blaðsins bendir skipulagsfulltrúinn jafnframt á að meginstefnan í skipulagi Öskjuhlíðar sé sú að svæðið þjóni áfram hlutverki sínu sem einn helsti útivistarskógurinn sem er innan þéttbýlissvæðis Reykjavíkur. Uppbyggingu innan og í jaðri hans skuli halda í lágmarki. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað eins og áður segir og er félaginu ráðlagt að leita annað með hugmyndina.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira