Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 10. mars 2021 23:32 Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun