Rosengård bjargaði jafntefli í uppbótartíma í fyrri leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli og því var allt opið fyrir síðari leikinn í kvöld.
Rosengård komst yfir á 26. mínútu og stundarfjórðungi síðar bættu þær við öðru markinu. Fleiri urðu mörkin ekki, hvorki í fyrri né síðari hálfleik, og lokatölur 2-0. Samanlagt 4-2.
Glódís Perla spilaði allan leikinn í vörn Rosengård en Kristrún Rut Antonsdóttir var ónotaður varamaður hjá St. Polten.
Glódís Perla, Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Bayern Munchen) verða því allar í pottinum er dregið verður í átta liða úrslitin.