Lögregluþjónninn hefur nú verið handtekinn aftur og þá vegna gruns um morð og er sömuleiðis sakaður um að hafa berað sig. Þegar hann var handtekinn í Kent var kona einnig handtekin en hún er enn í haldi og er grunuð um að hafa aðstoðað lögregluþjóninn við saknæmt athæfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnumsem Sky News segir frá.
Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Þá var hún á leið heim til sín en hvarf.
Sjá einnig: Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard
Umræddur lögregluþjónn er sagður á fimmtugsaldri og vann hann sérstaklega við að vakta opinberar byggingar.Lögreglan leitar nú í húsnæði í suðurhluta Lundúna, íbúð í Kent og sömuleiðis í skógi í Ashford suðvestur af Lundúnum.
We have issued an update on the #SarahEverard investigation.
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) March 10, 2021
A man in his 40s was arrested on Tuesday 9th March on suspicion of kidnap.
Today, he has been further arrested on suspicion of murder and a separate allegation of indecent exposure.https://t.co/lI871xB0Az