Eflum fagmenntun verslunarfólks Jón Steinar Brynjarsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar