Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 12:30 Erling Haaland ögrar Bono, markverði Sevilla, eftir að hafa skorað hjá honum úr vítaspyrnu. getty/Alexandre Simoes Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira