Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 08:02 Cristiano Ronaldo gerði sig sekan um slæm mistök í jöfnunarmarki Porto. getty/Jonathan Moscrop Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45