Sparaði Ronaldo fyrir leik upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en þá fara seinni leikirnir fram í tveimur einvígum sextán liða úrslitanna. Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira