Ragnar Þór hefur komið verkalýshreyfingunni upp á yfirborðið aftur Arnþór Sigurðsson skrifar 9. mars 2021 09:30 Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar