Þrettán ára stúlka játar lygar sem leiddu til grimmilegs morðs Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 23:50 Samuel Paty var 47 ára gamall þegar hann var myrtur. EPA/CLEMENS BILAN Frönsk stúlka hefur játað að hafa logið um Samuel Paty, kennara sem var myrtur á grimmilegan máta í október. Lygar hennar og ófrægingarherferð föður hennar eru sagðar hafa leitt til dauða kennarans. Morðið á Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna eða loka augum sínum. Í kennslutímanum var Paty að fjalla um árás hryðjuverkamanna á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo þegar vígamenn myrtu fimmtán manns árið 2015. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Lögmaður stúlkunnar segir hana hafa logið um það að Paty hafi skipað öllum múslimum að yfirgefa kennslustofuna áður en hann sýndi nektarmyndir af Múhammeð, af því að aðrir nemendur hafi beðið hana um að tala fyrir þeirra hönd, samkvæmt frétt BBC. Guardian hefur þó úr frétt franska dagblaðsins Le Parisien að stúlkan hafi logið því hún vildi gleðja föður sinn. Foreldrar stúlkunnar gekk hvað harðast fram gegn Paty. Hann höfðaði dómsmál og birti myndbönd um málið á netinu. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá minnst eitt þeirra myndbanda. Hann ferðaðist til Conflans-Sainte-Honorine, úthverfis Parísar, borgaði tveimur nemendum skólans fyrir að benda sér á Paty og myrti hann og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Saksóknarar segja bein tengsl á milli lyga stúlkunnar, myndbanda föður hennar og morðsins á Paty. Morðið vakti athygli og reiði Stúlkan hefur verið ákærð fyrir rógburð og faðir hennar og bænaprestur hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðinu. Guardian hefur eftir föður stúlkunnar að hann hafi ekki talið möguleika á því að skilaboð hans enduðu hjá hryðjuverkamanni. Hann hafi ekki viljað skaða neinn. Eins og áður segir vakti morð Paty mikla athygli í Frakklandi og reiði. Emmanuel Macron, forseti, hefur heitið því að verja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Frakkland Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Morðið á Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna eða loka augum sínum. Í kennslutímanum var Paty að fjalla um árás hryðjuverkamanna á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo þegar vígamenn myrtu fimmtán manns árið 2015. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Lögmaður stúlkunnar segir hana hafa logið um það að Paty hafi skipað öllum múslimum að yfirgefa kennslustofuna áður en hann sýndi nektarmyndir af Múhammeð, af því að aðrir nemendur hafi beðið hana um að tala fyrir þeirra hönd, samkvæmt frétt BBC. Guardian hefur þó úr frétt franska dagblaðsins Le Parisien að stúlkan hafi logið því hún vildi gleðja föður sinn. Foreldrar stúlkunnar gekk hvað harðast fram gegn Paty. Hann höfðaði dómsmál og birti myndbönd um málið á netinu. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá minnst eitt þeirra myndbanda. Hann ferðaðist til Conflans-Sainte-Honorine, úthverfis Parísar, borgaði tveimur nemendum skólans fyrir að benda sér á Paty og myrti hann og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Saksóknarar segja bein tengsl á milli lyga stúlkunnar, myndbanda föður hennar og morðsins á Paty. Morðið vakti athygli og reiði Stúlkan hefur verið ákærð fyrir rógburð og faðir hennar og bænaprestur hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðinu. Guardian hefur eftir föður stúlkunnar að hann hafi ekki talið möguleika á því að skilaboð hans enduðu hjá hryðjuverkamanni. Hann hafi ekki viljað skaða neinn. Eins og áður segir vakti morð Paty mikla athygli í Frakklandi og reiði. Emmanuel Macron, forseti, hefur heitið því að verja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum.
Frakkland Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36
Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14
Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent